Maríuerla

Fallegt prjón fyrir góða samvisku.

Um okkur

Maríuerla var stofnuð af Þóreyju Maríu og Þorgerði Erlu 12 ára vinkonum árið 2020. Við höfum mjög gaman af því að prjóna og langar okkur til að láta gott af okkur leiða. Þegar þið kaupið af okkur fer 80 % ágóðarins til Unicef en restin fer í efniskostnað og annað slíkt. Allar prjónavörurnar okkar eru handprjónaðar af okkur. 

Á þessari síðu getur þú pantað þér prjónavörur frá okkur í gegnum netið og skoðað liti og úrval prjónavara frá okkur. Við óskum sérstaklega eftir því að borgað sé með peningum í stað korts þegar verið er að borga fyrir vörurnar eða leggja inn á okkur.