Maríuerla

Fallegt prjón fyrir góða samvisku.

Hér koma reglulega inn fréttir og tilkynningar sem tengjast Maríuerlu. 

Ágóði sumarsins kominn til UNICEF

Nú er peningurinn sem við söfnuðum í sumar kominn á réttan stað! En þetta voru samtals 120.000kr sem fóru til UNICEF sem er miklu meira en við áttum von á.

Maríuerla snýr aftur!

Nú erum við byrjuð að auglýsa Maríuerlu á ný þrátt fyrir að við höfum verið að taka við pöntunum þá má kalla þetta opnun!

Ágóði sumarsins kominn til UNICEF

Í dag fórum við til UNICEF til þess að skila ágóðanum sem við unnum okkur uppí í sumar.

Harry Potter húfur

Harry Potter er vinsæl persóna í bæði bókum og kvikmyndum sem flestir kannast við. Núna erum við komin með húfur í Harry Potter litunum (Gryffindor litirnir) sem hægt er að panta hjá okkur á þessari síðu.

Viðtal á K100

Dj Dóra Júlía tók stutt viðtal við okkur í dag. En hún finnur ljósa punktinn á tilverunni reglulega yfir daginn.

Tilvalin skírnar/nafnagjöf

Ungbarnasokkarnir okkar eru tilvalin skírnar/nafnagjöf.

UNICEF

UNICEF hefur samþykkt það að fá 80% af ágóðanum til sín. Takk fyrir þetta UNICEF.  18/6 2020