Maríuerla

Fallegt prjón fyrir góða samvisku.

Ágóði sumarsins er kominn til UNICEF

Í dag fórum við til UNICEF með ágóða sumarsins. En ágóðinn fór í neyðarsjóð UNICEF.

Neyðarsjóðurinn gerir þeim kleift að bregðast samstundis við þegar neyðarástand skapast. En nú standa yfir umfangsmiklar neyðaraðgerðir vegna sprenginganna í Beirút sem er höfuðborg Líbanon, Covid-19 veirunnar á viðkvæmum svæðum og mörgu öðru.

Þau geta nú nýtt sér þennan pening sem við höfum gefið þeim í það að hjálpa til við svona neyðarástönd.

Hér kemur svo linkur inn á frétt sem kom um okkur Maríuerlu þegar við komum með ágóðann:

https://unicef.is/ungir-prjonasnillingar-styrkja-unicef

20/8 2020

 

UNICEF

Við erum núna komin með samþykki frá UNICEF fyrir það að gefa þeim 80% af ágóðanum til þeirra. UNICEF er í hjálparstarfi fyrir öll börn í heiminum. Þau eru á vettvangi í yfir 190 löndum og þau berjast fyrir réttindum barna hvar sem þau eru að finna. Inni á heimasíðu UNICEF: unicef.is getur þú fundið betri upplýsingar um það hvað UNICEF gerir.  

18/6 2020